Nýr maður með nýja sýn

Punktar

Ráðinn er nýr forstjóri Landsvirkjunar með heilbrigð viðhorf til orkumála. Hörður Arnarson hefur sagt, að arðsemi Kárahnjúkavirkjunar sé “afar slök” og byggist á fyrirgreiðslu ríkisins. Hann hafnar slíkum fyrirgreiðslum, svo sem ríkisábyrgðum og skattleysi. Stóriðja skuli lúta sömu skilyrðum og önnur fyrirtæki. Loks vill hann, að málsaðilar greiði fyrir aðgang að auðlindum náttúrunnar. Á tíu ára valdaskeiði Friðriks Sófussonar mátti aldrei nefna neitt slíkt, bræðslur skyldu hafa forgang. Nú verður öldin önnur með nýjum forstjóra. Nýja Ísland er sums staðar að taka við af gamla, spillta Íslandi.