Kjarasamningar renna yfirleitt út um áramótin. Viðræður Alþýðusambands og Vinnuveitendasambands Íslands eru að komast i fullan gang. Fulltrúar launþega hafa lagt fram stefnu sína í þessum víðræðum. Þar kemur fram fullur skilningur á ástandi þjóðarhags og engin tilraun gerð til að koma ríkisstjórninni illa.
Morgunblaðinu og Vísi nægir ekki þessi hógværð og ábyrgðartilfinning fulltrúa launþega. Þau hafa byrjað árásir úr launsátri á þessa menn, væntanlega í þeim tilgangi að gera þá meyrari og meðfærilegri í samningunum. Árásírnar felast i tilraunum blaðanna til að kenna Hermanni Guðmundssyni í Hlíf og öðrum forustumönnum launþega í bankaráði Alþýðubankans um vandræði bankans.
Allir vita, að stjórnir fyrirtækja eru yfirleitt fremur áhrifalitlar og að framkvæmdastjórar ráða oftast öllu. þetta gildir líka um valdahlutföll bankaráða og bankastjóra. Bankaráðin koma saman af og til og fá skýrslur um útlánaflokkun og ýmsar almennar upplýsingar, en vita næsta lítið um tryggingar einstakra viðskiptamanna.
Formlega séð eiga bankaráðin að líta eftir rekstri bankanna. En þetta verkefni hefur í raun færzt í hendur Seðlabankans, sem hefur komið sér upp bankaeftirliti. Og það eru einmitt bankaeftirlit Seðlabankans og bankaráð Alþýðubankans, sem standa nú sameiginlega að tilraunum til að lagfæra rekstur Alþýðubankans.
Bankaráðíð hefur gegnt skyldu sinni með því að óska eftir opinberri rannsókn málsins. Það hefur líka gegnt skyldu sinni gagnvart umbjóðendum slnum, eigendum bankans, með því að ræða málið við fulltrúa launþegasammkanna og viðhalda trausti þeirra á bankanum. Samtökin hafa samþykkt að fylkja sér um bankann og auka hlutafé hans um 60 milljónir.
Í ljósi þessa virðist nokkuð langsótt að kenna bankaráði Alþýðubankans um mistökin í rekstri hans. Tilgangur árása Morgunblaðsins og Vísis á forustumenn launþega í ráðinu virðist vera sá að koma því á framfæri, að þeir hafi lítið vit á rekstri og fjármálum. Eðlileg afleiðing af slíku væri sú, að ekki bæri að taka mark á skoðunum þeirra á greiðslugetu atvinnuveganna.
Einnig má með slíkum árásum koma því inn hjá almenningi, að í röðum forustumanna launþegasamtakanna séu hálfgerðir misindismenn, sem séu meðsekir um fjármálaóreiðu og þar með siðferðilega ekki bærir um að veita launþegum forustu í kjarasamningum.
Almenningurer orðinn mjög þreyttur á fjármálaspillingu og annarri spillingu í landinu. Menn vilja hreinsa til og bæta siðferðið á þessu sviði. Þessi heilbrigðu viðhorf er unnt að misnota með upplognum ásökunum í trausti þess, að almenningur hafi tilhneigingu til að trúa öllu illu um áhrifamenn.
Í þessu tiltekna efni er málatilbúnaður of langsóttur til þess, að hann megni að grafa undan forustumönnum launþega. En það gefur okkur tilefni til að vara okkur á tilraunum í framtíðinni til að misnota siðgæðisvitund okkar með því að bera rangar spillingarsakir á menn. Ýmsir munu verða til þess að reyna slíkan leik.
Jónas Kristjánsson
Dagblaðið