Genarannsóknir hafa leitt í ljós, að mannlíf í Ameríku er miklu nýrra af nálinni en áður var talið. Aðeins eru 18.000 ár síðan mannverur fóru frá Síberíu til Alaska á landbrú, sem þá náði um tíma yfir Beringssund. Áður var landnám Ameríku talið 30.000 ára gamalt. Þetta kemur fram í grein eftir Mark Seielstad og R. Spencer Wells í The American Journal of Human Genetics, sem sagt er frá í ýmsum dagblöðum, þar á meðal International Herald Tribune.