Tvær manngerðir eiga góða daga um þessar mundir eftir magurt tímabil landhelgisdeilunnar við Bretaa Þær þurfa ekki lengur að sæta ámælum fyrlr landráð vegna sjúklega eftirgefanlegrar stefnu í landhelglsmálum. Þær eru í eigin augum orðnar þjóðhetjur – vegna þeirrar kennlngar sínnar, að þjóðin eigi nú að bretta upp ermarnar í stað þess að ræða um, að hið svonefnda varnarlið greiði fullan kostnað af dvöl sinni hér á landi.
Önnur manngerðin er áberandi meðal ráðamanna þjóðarinnar. Það eru mennirnir, sem hafa komið þjóðinni á kaldan klaka með einstökum ræfildómi í stjórn fjármála og efnahagsmála hennar. Þeir fá nú tækifæri til að bæta sér það upp í draumaheimi, sem þá skortir í raunveruleikanum. Þeir geta þanið út brjóstið og talið sig sanna Íslendinga.
Undanfarin misseri hafa þeir látið viðgangast, að ríkisbáknið þendist út með svo hrikalegum hætti, að þjóðarbúið hefur sporðreistst. Undanfarna mánuði hafa þeir látið viðgangast, að helmingi meiri þorskur væri veiddur en leyfilegt er að veiða með hliðsjón af ört minnkandl stofni.
Hin manngerðin er áberandi meðal ungra og feitra lögfræðinga, sem aldrei hafa dýft hendinni í kalt vatn og hafa áhuga á að verða um síðir í hópi ráðamanna þjóðarinnar. Þeir skrifa nú langhunda í þau blöð, sem mánuðum saman hafa barizt fyrir uppgjöf í landhelgisdeilunni. Efni þessara langhunda er í stuttu máli það, að þjóðin megi ekki stunda hórdóm í varnarmálum, heldur ástunda siðvætt líferni í Atlantshafsbandalaginu.
Þetta eru að sjálfsögðu sömu aumingjarnir og ráðamenn þjóðarinnar. Báðir hóparnir eiga það sameiginlegt að vera á mála hjá Atlantshafsbandalaginu eftir margar hópferðir til höfuðstöðva þess austan og vestan hafs. Báðir hóparnir eiga það sameiginlegt að hafa aldrei vakið athygli fyrir einurð í þjóðernislegum efnum.
Almenningur á lslandi vinnur hörðum höndum myrkranna millð, meðal annars til að bæta sér upp afglöp ráðamanna þjóðarinnar í fjármálum og efnahagsmálum. Almenningur á Íslandi hefur gaman af því að hafa í kringum sig snyrtilega klædda siðapostula, sem áminna þjóðina um að sýna þá þjóðernislegu reisn að hafa hér bandarískan her án gjaldskyldu. Almenningur á Íslandi hefur gaman af því að heyra, að betra sé að taka til höndum en verða sællífi varnarliðstekna að bráð.
Aðeins einn ráðherra hefur ekki tjáð sig um kostnaðarmál varnarliðsins, þar sem hann hefur verið erlendis. En enginn efast um, að sjálfur fjármálaráðherra þjóðarinnar muni í fyllingu tímans ræskja sig virðulega og tala digurbarkalega um virðingu þessarar gjaldþrota þjóðar og nauðsyn þess, að menn bæti upp með hörðum höndum það, sem hann og félagar hans í ríkisstjórninni hafa fært úr lagi í þjóðarbúskapnum.
Öll dagblöðin nema Dagblaðið hafa lagzt á þá sveifina, að kveða þurfi niður bónbjargastefnu í varnarmálum. Þau gera það af ýmsum ástæðum. En sameiginlegt með þeim er, að þau gæta hagsmuna stjórnmálamanna, sem hafa leikið þjóðina svo grátt, að hún lifir nú þegar á bónbjörgum bandarískra lána.
Jónas Kristjánsson
Dagblaðið