Nýjar kosningar einboðnar

Punktar

Hvet eindregið til nýrra kosninga til stjórnlagaþings. Mun ekki bjóða mig fram sjálfur, enda tel ég kosningakerfið móðgun við frambjóðendur. Hvet til, að fallið verði frá stærðfræðileik Þorkels Helgasonar. Tekin verði fram hin hefðbundna og gegnsæja aðferð, sem leyfir leynilega kosningu. Tilraun til réttlætis milli kjósenda leiddi til móðgunar við frambjóðendur. Nú verður að bæta hinum kjörnu tjónið og hefja nýjan undirbúning. Ef til vill getum við fengið útlendinga til að skipuleggja kosninguna. Innlendir reyndust til þess ófærir, framkvæmdavald, löggjafarvald, dómsvald, einkum þó landskjörstjórn.