Nýja kommúnistaávarpið

Punktar

“Hin alþjóðlegu fjármálaöfl eru á undanhaldi” segir Styrmir Gunnarsson í röð skeleggra greina á evropuvaktin.is. Ritstíllinn er hinn sami og hjá Karli Marx í Kommúnistaávarpinu. Styrmir hafnar alþjóða kapítalisma og telur Ísland hafa þar forustuhlutverki að gegna. Hann hefur tekið við hlutverki Hannesar Hólmsteins sem hugmyndafræðingur Davíðs Oddssonar. Allir hafa þeir horfið frá einkavæðingarstefnu frjálshyggjunnar og eru að reyna að breyta Sjálfstæðisflokknum í þjóðrembdan kommaflokk. Nei-sinnar þjóðaratkvæðis bíða í hrönnum eftir slíkum flokki “Íslands í forustu meðal þjóða” samkvæmt orðum Styrmis.