Nýja Ísland nær yfir þriðjung kjósenda. Hafa fengið nóg af fjórflokknum. Eru tilbúnir til að kjósa ný öfl, svo sem Bezta flokkinn. Gamla Ísland hefur ekkert lært af hruninu, heldur styður áfram þá flokka, sem það studdi áður. Þar af styður þriðjungur kjósenda höfuðbófa hrunsins, Sjálfstæðisflokkinn. Síðasti þriðjungur þjóðarinnar styður aðrar deildir hrunflokksins, Framsókn, Samfylkinguna og Vinstri græna. Kosningar munu ekki leiða ný öfl til valda. til þess hafa þau ekki nægt fylgi. Þær munu leiða hrunverja aftur til valda. Kjölfesta næstu stjórnar verður Flokkurinn, sem stöðvar grams í fortíðinni.