Nýi markaðurinn var ekki til

Punktar

Kristján Loftsson og Einar K. Guðfinnsson reyndu að hafa fólk að fífli. Sögðu sjötíu tonn af íslenzku hvalkjöti hafa verið seld til Japans. Það sanna var, að Kristján hafði smyglað þessu kjöti til Japans framhjá innflutningsleyfum. Það liggur nú þar réttlaust og óselt í kæligeymslu. Helzta von Kristjáns er, að hægt verði að gefa kjötið í hundamat. Erlendir fjölmiðlar hafa ljóstrað upp um þetta, einkum fréttastofan Reuters. Hún notar sterkari orð en elzta fréttastofa heims er vön að nota. Hæðist að blekkingum Íslendinga um meint tímamót og um nýjan markað, sem ekki er til.