Birtir hafa verið 200 klukkutímar af fundum Richard Nixon til viðbótar þeim, sem áður voru birtir. Nýju upplýsingarnar staðfesta hinar gömlu. Nixon þjáðist af vænisýki og óttaðist alla. Sérstaklega hataði hann dagblöð og prófessora. Hann lagði mikla áherzlu á að finna smjörklípur á meinta óvini. Og sigaði aðstoðarmönnum sínum í innbrot og önnur lögbrot. Munnsöfnuður hans var hroðalegur. Þar að auki sýna segulböndin, að Nixon stjórnaði sjálfur í smáatriðum hinu tapaða stríði gegn Víetnam.