Ný framboð eiga bágt

Punktar

Nýir flokkar eiga erfitt uppdráttar í könnunum. Skást er dæmi Guðmundar Steingrímssonar, þótt ég sjái ekki, að hann hafi merkilegt til málanna að leggja. Annað en hafa verið heiðarlegur á þingi og þá er auðvitað mikið sagt. Lilju Mósesdóttur gengur illa, enda er hún einfari, sem á erfitt með samstarf við aðra. Ég held hún muni ekki ná sér á strik. Önnur framboð hafa ekki vakið á sér athygli, til dæmis ekki það, sem Hreyfingin styður. Ég sé ekki bóla á framboði stjórnlagaráðsmanna, enda eru afdrif stjórnarskrárinnar enn í þoku. Held, að margir vonist eftir slíku framboði og vilji styðja það.