Nú vælir Einar í Elkem

Punktar

Einar Þorsteinsson forstjóri vælir um, að járnblendi Elkem á Grundartanga verði lokað, þegar kolefnisskatturinn kemur. Fyrirtæki í stóriðju ráða, hvar tap kemur fram og hvar gróði kemur fram, í móðurfélagi eða dótturfélögum. Fullyrðing Einars er því gersamlega marklaus eins og aðrar fullyrðingar stóriðjunga um orkuverð og skatta. Hann er einn af grátkerlingunum, sem sliga sjávarútveg og stóriðju. Þjóðin hefur fengið meira en nóg af slíkum. Skipta þarf út pilsfaldakapítalistum. Kominn er tími til að afhenda þjóðinni auðlindaarðinn, sem grátkerlingar hafa svikið hana um áratugum saman.