Nú þarf að skipta um menn

Punktar

Ég hef enga trú á, að núverandi yfirmenn Fjármálaeftirlitsins hafi burði til að stýra fjármálakerfum þjóðarinnar. Þeir sváfu værum svefni, meðan bankarnir flutu að feigðarósi. Sáu ekki, að þeir voru að skuldsetja ríkið fyrir ábyrgðum á innistæðum erlendis. Sáu ekki, að Glitnir var gjaldþrota. Skipta verður um yfirmenn í eftirlitinu. Setja þar inn klára menn á borð við Vilhjálm Bjarnason. Einnig skipta út rugluðum seðlabankastjórum, setja þar inn klára menn á borð við Þorvald Gylfason og Ólaf Ísleifsson. Loks þarf að reka og lögsækja alla bankastjóra landsins. Þeir stálu fjöregginu.