Nú fyrst hefst stríðið

Punktar

Nú er harður slagur framundan. Hinn ábyrgi meirihluti þjóðarinnar verður að rísa til varna gegn breiðsíðu hinna ábyrgðarlausu. Svo þarf að nota færið og hafa þjóðaratkvæði um fleira í leiðinni. Til dæmis um þjóðnýtingu kvótans og kosningar til nýs stjórnlagaþings. Þjóðin verður lengi að ná sér eftir þann slag, sem í vændum er. En undan honum verður ekki vikizt. Of lengi hafa ábyrgðarlausir æðibunumenn stýrt forsetanum. Hámarki náði sú orrahríð, þegar búin var til fölsuð undirskriftasöfnun gegn IceSave. Ólafur Rangar Grímsson kaus að fylgja þjóðrembingum og það kemur ekki á óvart. Allir nú í slaginn.