Ofbeldi magnast þessa daga í Írak. Sjítar og súnnítar ráðast hvorir tveggja á moskur hinna. Eftir kosningar og stjórnarmyndun er stríð hafið milli helztu trúarhópa landsins. Endurvalinn forsætisráðherra hvetur fulltrúa Bandaríkjanna til að hætta að skipta sér af landsstjórninni. Enn í dag er ástand innviða ríkisins, vega, vatnsleiðsla og rafmagns, lakara en það var á tíma Saddam Hussein. Þannig hefur farið fáránleg tilraun bandarískra ofstækismanna til að þvinga rétthugsun sinni með hervaldi og fjöldamorðum upp á fólk í útlöndum.