Nú eru það kennitölur

Fjölmiðlun

Engar stofnanir ríkisins hafa það verkefni að gæta sérstakra réttinda fólks í stjórnarskránni. Engin stofnun passar til dæmis upplýsingafrelsi, sem er af skornum skammti. Hér á landi eru margfalt fleiri tegundir gagna lokaðar fyrir almenningi en til dæmis í Bandaríkjunum, þar sem blaðamenn sitja á opinberum stofnunum og fletta gögnum. Hins vegar er hér til stofnun til að vernda rétt, sem ekki er fjallað um í stjórnarskránni, rétt auðmanna til að fá að vera í friði fyrir hnýsni. Nú er Persónuvernd farin að amast við, að bankar fái að sjá kennitölur þeirra.