Margrét Pála Ólafsdóttir segir íslenzk börn þurfa meiri aga. Efnahgasástand þjóðarinnar stafi af agaleysi, regluleysi og eftirlitsleysi. Ég held, að við þurfum meira af Hjallastefnu á æðstu stigum vitleysunnar. Margrét Pála þarf að taka Bjöggana í bóndabeygju. Og halda þeim þar, þangað til þeir lofa bót og betrun. Þá væri gott, ef Margrét Pála vildi hrista Wernerssyni svolítið, þó ekki svo, að það verði sárt. Ennfremur væri gott, að Margrét Pála hótaði Hannesi Smárasyni, banna honum að gefa út yfirlýsingar. Svo má ráða hrossa- og hundatemjara til að fást við víkinga og bankastjóra og eftirlitsmenn.