Evrópusambandið hefur slitið viðræðum við Króatíu um aðild að bandalaginu. Stafar af, að Króatía hefur ekki enn samið við Slóveníu um landhelgismál. Sambandið gerði engar slíkar athugasemdir, þegar Slóvenía varð aðili, enda var þá hvorugt ríkið aðili. Nú er Slóvenía hins vegar orðin aðili og þá gætir Evrópusambandið hagsmuna þess ríkis. Eins og sambandið gætir hagsmuna Bretlands og Hollands gagnvart Íslandi út af IceSave. Þótt þetta sé að mörgu leyti skítasamband, gagnast það þeim, sem í því eru. Þótt ég sjái hundrað galla við sambandið, er þó notalegra að vera inni en vera úti í kuldanum.