Í framhaldi af fáránlegum æsingi út af teikningum af Múhameð spámanni hefur norræn samvinna beðið hnekki. Carl Hamilton, þingmaður frjálslynda flokksins í Svíþjóð, segir hana vera gjaldþrota. Hann segir það vera til skammar, að norsk og sænsk stjórnvöld hafi aðeins veitt dönsku stjórninni málamyndastuðning af ótta við reiði múslima. Komið hefur til orðaskipta milli forsætisráðherra Danmerkur og Svíþjóðar út af málinu. Sænska utanríkisráðuneytið og lögreglan sýndu svo gróft frumhlaup með því að loka heimasíðum með teikningunum.