Norræn dagblöð

Punktar

Danir hafa BT og Extrabladet, Norðmenn hafa Verdens Gang og Dagbladet, Svíar hafa Expressen og Aftonbladet. Allt eru þetta gömul blöð. Þar hafa menn lengi vanizt persónulegri og beinskeyttri blaðamennsku eins og komin er til sögunnar á DV. Í Danmörku, Noregi og Svíþjóð er ekkert rifizt út af þessu. Nýja blaðamennskan er þar komin til að vera. Hér á Íslandi eru hins vegar hræsnarar enn að rífast út í DV, af því að þeir eru vanir dagblöðum, sem tala undir rós um nafnlaust og myndlaust fólk. Hálf íslenzka þjóðin er enn ósátt við, að dagblöð fjalli á opinskáan hátt um persónur.