Nokkrir hagfræðingar og viðskiptafræðingar urðu sér til skammar í álitsgerð um hagræn áhrif nýrra kvótalaga. Rugluðu saman kvótagreifum og sjávarútvegi. Sigldu framhjá fórnarkostnaði af kvótagreifum. Reiknuðu svonefnd hagræn áhrif á kvótagreifa og fyrirtæki þeirra, en ekki á sjávarpláss, sjávarútveg og þjóðina alla. Tóku ekki tillit til, að brýnt er að skipta út kvótagreifum og fá aðra rekstraraðila í sjávarútveg. Mannvitsbrekkur nefndarinnar eru Axel Hall, Daði Már Kristófersson, Gunnlaugur Júlíusson, Sveinn Agnarsson og Ögmundur Knútsson. Þessir menn hafa ekki hugmynd um, hvað málið snýst um.