Nóg framboð hagsmuna og pólitíkusa

Punktar

Helmingur frambjóðenda til stjórnlagaþings skrifaði undir yfirlýsingu um að vera ekki studdir af stjórnmálaöflum eða hagsmunum. Sjálfsagt gildir það um fleiri, sem ekki hafa skrifað undir. En eftir stendur, að verulegur hluti frambjóðenda gefur ekki slíka yfirlýsingu. Og hagsmunaaðilar spyrja beint frambjóðendur, hvort þeir styðji þeirra hagsmuni. Til dæmis hafa þjóðkirkjan og fjallajeppamenn spurt. Margir frambjóðendur tengjast stjórnmálaflokkum, þótt þeir séu þar ekki framámenn. Fræðilega er mögulegt, að stjórnlagaþingið verði eingöngu skipað sérhagsmunafólki og væntanlegum pólitíkusum.