Nöfnin langþráðu

Punktar

Ef við fáum að sjá lista Íslendinga með fé í skattaskjóli á aflandseyjum, förum við að skilja margt. Fjölþjóðasamtök rannsóknarblaðamanna, ICIJ, tóku listann saman. Jóhannes Kr. Kristjánsson blaðamaður á þátt í því. Spurðist fyrir um Wintris hjá Sigmundi Davíð. Það leiddi til frægrar játningar forsætisráðherrans goðumlíka. Þegar upp kemst um fleiri eigendur fjár í skattaskjólum, munum við sjá alkunn nöfn. Við munum þá líka skilja tregðu fjármálaráðherra við að leyfa Skattrannsóknastjóra að kaupa hliðstæða lista. Og frumvarp hans um refsileysi skattsvikara. Þar eru nöfn úr innsta kjarna bófaflokkanna, sem stjórna landinu.