Hæstiréttur hafði ástæðu, þegar hann stytti refsingu tveggja Kaupþingsmanna úr átta mánuðum í sex. Þar með komst dómurinn undir þau mörk, að þeir þurfa ekki að sitja á Litla-Hrauni. Fá í staðinn að dúlla sér í samfélagsþjónustu. Hæstiréttur telur óeðlilegt, að hvítflibbamenn sitji í fangelsi. Þau eru bara fyrir undirstéttina. Fyrir róna, sem stela pakkasúpum og bjórkippum. Litla-Hraun er of fínt fyrir þá, sem misnota stöðu sína hjá bönkunum til að hagræða verði á hlutabréfum. Dómurinn í gær boðar, að Hæstiréttur muni líta almennt mildum augum á bankabófa. Þeir bíða í röðum eftir velvild réttarins.