Nigella rífst við dagblað

Punktar

Nigella Lawson, leikkona og sjónvarpskokkur, er komin í ritdeilu við Daily Mail. Blaðið sakar hana um að reka sjónvarpsþætti sína eins og leikhús. Til dæmis hafi verið leikið atriði, þar sem hún fer í strætó. Ennfremur séu þættirnir teknir á tilbúnu heimili, ekki á hennar heimili í Eaton Square. Blaðið vill, að þetta sé allt saman raunverulegt. En leikkonan segir, að það sé tæknilega ógerlegt. Mikinn útbúnað þurfi við tökur, sem ekki sé pláss fyrir í tíma eða rúmi, í strætó eða á heimili. Til dæmis hafi tekið tvo tíma að taka atriðið í strætó. Mér sýnist leikkonan hafa að mestu rétt fyrir sér.