Furðulegasti þvættingur síðustu viku var hjá Skúla Magnússyni dósent. Segir, að stjórnarskráin sé of flókin fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu. Samt hefur þjóðin ítrekað fengið að greiða atkvæði um flókna milliríkjasamninga með ótal fylgiskjölum. Ef þjóðin getur tekið afstöðu til IceSave, getur hún líka tekið afstöðu til stjórnarskrár. Sem er ekkert of fín fyrir almenning, ekki leikfang innvígðra lagatækna. Ekki var stjórnarskrá Bandaríkjanna það. Þar komu lögmenn hvergi nærri. Stjórnlagaráð náði fullkominni samstöðu um sína tillögu. Þjóðin getur auðveldlega lagt dóm sinn á þá eindregnu niðurstöðu.