Niðurlægingin

Punktar

Skjár einn, sem yfirvöld hafa ákveðið að kaupi rústir Stöðvar tvö og taki yfir íslenzkt einkasjónvarp, er lægsta plan sjónvarps hér á landi. Nú ætlar stöðin að niðurlægja athyglisjúkar stúlkur með því að senda þær til Las Vegas í keppni um að fá auðuga karlmenn til fylgilags. Þetta er ein útgáfa af nýrri gerð smekklausra sjónvarpsþátta, sem byggja á dálæti áhorfenda á að sjá sjálfboðaliða niðurlægða á skjánum. Áður hafa íslenzkir stjórnmálamenn verið niðurlægðir í slíkum þáttum með því að láta þá drekka ógeðfellda vökva í von um atkvæði.