Raunveruleg ástæða þess, að fólk hafnar fréttum, er, að það vill ekki hleypa óþægindum inn á sig. Það vill hvorki vita af glæpum í nágrenninu né hungri í Afríku. Það vill hvorki vita af svindli auðhringja í miðbænum né af stríði í Írak á fölskum forsendum. Fólk vill, að fjölmiðlar færi sér daglega staðfestingu þess, að allt sé í dag eins og það var í gær, að félagslegur rétttrúnaður hafi ekkert breyzt. Það þekkir nöfn þriggja dómara í Idol, en veit ekki um nafn neins dómara við Hæstarétt. Það talar um bíó sem veruleika, en minnist ekki orði á vaxtabyrði.