Neyzlustýring með tollum

Punktar

Hærri tollar á benzíni og áfengi ná árangri, ef þeir minnka notkunina, en auka ekki tekjur ríkisins. Gjaldeyrir sparast, ef minna af benzíni og áfengi er flutt til landsins. Ef fólk fer að ganga eða hjóla eða taka strætó. Ef fólk hættir að drekka sér til óbóta um hverja helgi. Ef fólk stendur hins vegar undir auknum útgjöldum, var alltaf ástæðulítið að kvarta yfir lakari lífskjörum. Hafa má til marks um kosti tollahækkana á benzíni og áfengi, að heillum horfið Alþýðusamband er þeim andvígt. Nú þarf að koma á sykurtolli til að draga úr innflutningi sykurs og snarbæta þannig heilsufar okkar.