Neyðarfundur í seðlabanka

Punktar

Neyðarfundur var haldinn í seðlabanka USA í gærkvöldi. Federal Reserve lækkaði stýrivexti niður í 3,25% til að verjast hruni dollars og banka. JP Morgan var studdur til að kaupa rústir Bear Sterns bankans. Þegar sól reis í austri hrundu pappírar eins og domino-kubbar. Í Japan féll dollar í 96 jen og hlutabréf hrundu. Spákaupmenn búast ekki við árangri í samstarfi seðlabanka um að kaupa dollara. Skelfingin er orðin að vegvísi braskara. Eftir skellinn í Austur-Asíu hófst dagurinn í Evrópu með almennri lækkun pappíra, einkum banka og dollara. Búist er við 1% lækkun stýrivaxta USA á þriðjudaginn. Olíu- og Írakskreppan siglir hratt. Okkar skrípakróna fellur.