Newsweek afskrifar Bush

Punktar

Newsweek skefur ekki utan af gagnrýni á George W. Bush Bandaríkjaforseta. Fréttaritið segir hann hafa framleitt ringulreið í alþjóðamálum, klofið vestrænt samstarf, Sameinuðu þjóðirnar og Evrópusambandið og fengið allan heiminn til að hata Bandaríkin. Með markvissu ofstæki hafi hann á skömmum tíma rústað því fjölþjóðasamfélagi, sem margir menn byggðu upp á löngum tíma. Blaðið endar skammaræðuna með því að segja, að Saddam Hussein hefði aldrei getað skaðað Bandaríkin eins mikið og þráhyggja Bush og Bandaríkjanna í máli Íraks hefur skaðað þau.