Nefnd í stað verks

Punktar

Ef forsætisráðherra vill láta gera eitthvað, lætur hún gera það. Annars skipar hún nefnd í málið, stundum nefnda vinnuhópur eða þverpólitískur vinnuhópur í fegurðarskyni. Þegar dómsmálaráðherra sýnir eindreginn brotavilja í umgengni við lög og vinnureglur, er hún rekin. Að skipa nefnd sýnir skort Katrínar á vilja til að aga ríkisstjórnina í umgengni við lög. Ríkisstjórnir hafa ítrekað látið undir höfuð leggjast að fara eftir kröfum GRECO, samstarfs Evrópu um að kveða niður spillingu í framkvæmdavaldinu. Nefnd Katrínar Jakobsdóttur eflir ekki traust á stjórnmálum eða stjórnsýslu. Brottrekstur Sigríðar Andersen mundi hins vegar gera það.