Nazismi Ísraels

Punktar

Síðast var ég í Ísrael árið 1996. Sannfærðist þá um, að örlögin hefðu leikið grátt ríki og þjóð. Fyrri fórnardýr nazista höfðu breytzt í kvalara að hætti nazista. Hlustaði á hádegisverðarræðu Ehud Olmert, borgarstjóra Jerúsalems. Þá hugsaði ég: “Margir eru skrítnir hér í Ísrael, en þessi er sá versti.” Síðan varð Olmert forsætisráðherra og æði Ísraelsríkis versnaði enn. Vinnur hryðjuverk sín í skjóli Bandaríkjanna. Fær áreiðanlega frítt spil hjá Barack Obama. Fjöldamorð í loftárásum dagsins minna á endalausa stríðsglæpi Ísraels og brot á fjölþjóðasamningum. Eru nazismi ríkis og því miður þjóðar einnig.