Framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins segir það vera reiðubúið að færa út kvíarnar í Afganistan og taka að sér friðargæzlu utan höfuðborgarinnar Kabúl. Utan hennar leika herstjórar lausum hala og árásum Taliban fer ört fjölgandi. Í Kabúl bakar Nató sér óvinsældir og sætir eldflaugaárásum. Dauf frammistaða þar bendir ekki til, að árangurs sé að vænta af Nató annars staðar í landinu. Framapotið í Afganistan bendir til brenglaðar sýnar á raunveruleikann hjá yfirstjórn Nató. Firringin kann að leiða það í ógöngur í fjarlægum heimshluta.