Nató er sópari

Punktar

Reynt er að breyta Atlantshafsbandalaginu úr friðsælum eftirlaunamanni í eins konar þjónustustúlku, sem á að hreinsa upp eftir bandaríska herinn, þegar hann hefur farið með ófriði á hendur fátækum þjóðum í þriðja heiminum. Þetta er hallærislegt eftirlaunastarf fyrir bandalag, sem gerði ýmislegt gott í gamla daga. Gamlinginn ráfar þessa dagana um Afganistan og verður næst sendur til Íraks, ef þessi undirlægja við Bandaríkin verður ekki stöðvuð af ríkisstjórnum í Evrópu í tæka tíð. Betra er, að Nató fái hægt andlát en að leifar þess séu hafðar í skítverkum úti um álfur.