Nafnleysingjum útskúfað

Punktar

Þrjú sænsk dagblöð hafa komið sér saman um að útskúfa nafnlausum kommentum af vefsíðum sínum. Aftonbladet, Expressen og Dagens Nyheter munu framvegis aðeins birta athugasemdir fólks undir fullu nafni þess. Þetta er mikil framför, sem íslenzkir vefmiðlar ættu að taka vel eftir. Engin ástæða er til að gera fréttir að vettvangi geðsjúklinga. Það er alveg í hendi fjölmiðla að losa okkur við þá plágu. Nafnleysi á ekki að fá að hvíla eins og mara á opinberri umræðu. Margir bloggarar útskúfa kommentum réttilega af sínum síðum. En gefa hins vegar færi á nafngreindum athugasemdum á fésbókinni.