Næsta stjórn er tilbúin

Punktar

Næsta víst er, að eftir kosningar verður mynduð meirihlutastjórn Sjálfstæðis, Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og hugsanlega Sigurðararms Framsóknar. Björt framtíð hefur í sveitastjórnarmálum hallað sér að Sjálfstæðisflokknum og mun vafalaust gera það líka í landsmálum. Viðreisn er beinlínis útskot úr Flokknum til að sækja fylgi inn á miðjuna. Björt framtíð og Viðreisn villa hins vegar á sér heimildir með miðlægum stefnuskrám. Á hægra kanti stjórnmálanna er stefna bara músagildra. Markmiðið er eftir sem áður að stjórna í þágu hinna ríkustu á kostnað almennings. Viðbrögðin við tillögu Pírata um viðræður benda til þessa.