Leyniþjónusta Bandaríkjanna er sögð hafa reynt 638 aðferðir til að koma Fidel Castro fyrir kattarnef. Samt er sá gamli um það bil að deyja af eðlilegum ástæðum. Hvorki tókst að koma í hann vindli með sprengiefni né koma eitri í lyfjabox hans. Ekki tókst að setja sprengiefni í skeljar og mála þær fagurlega, svo að hann færi að skoða þær, þegar hann var að kafa sér til skemmtunar. Ekki tókst að koma veirum í vasaklút hans. Og ekki tókst að koma 90 kílóum af sprengiefni í ræðustól hans í ferð til Panama. Dagblaðið Guardian segir, að bara sé eftir að finna varúlf til að siga á Castro.