Ríkisstjórnin telur þjóðina vera til stórkostlegra vandræða. Þrisvar fleiri hafna IceSave samkomulaginu en þeir, sem styðja það. Samkvæmt síðustu skoðanakönnun. Ríkisstjórnin veit betur. Fjármálaráðherra talar um það sem heimsendi, ef eindreginn meirihlutavilji þjóðarinnar næði fram að ganga á Alþingi. Forsætisráðherra segist ekki hafa neitt plan B, ef svo hrapallega færi. Greinilegt er samkvæmt þessu, að þjóðin og vilji hennar eru hið versta mál. Þjóðarviljinn er myllusteinn um háls velviljaðrar ríkisstjórnar. Hvernig er það, væri ekki bezta lausnin að skipta bara um þjóð í landinu?