Myndskeið úr fortíðinni

Punktar

Til skamms tíma var Björgvin Sigurðsson ráðherra helzta grúppía útrásar banka og víkinga. Lára Hanna Einarsdóttir tók saman myndskeið úr viðtölum við ráðherrann frá ýmsum tímum. Þau sýna baráttu hans fyrir skorti á aðhaldi banka. Hvernig hann undirbjó jarðveginn fyrir hrunið, óafvitandi. Lára Hanna hefur sérhæft sig í að safna viðtölum við ráðamenn frá ýmsum tímum og klippa þau saman. Þannig sýnir hún fáránleika þeirra. Slíkt ættu sjónvarpsstöðvar að birta í hverjum sjónvarpsfréttum. En þær hafa ekki burði til að gera það, sem Lára Hanna getur ein. Hún ein er á við heila fréttastofu sjónvarps.