Myndin af Dorian Gray

Punktar

Mestu fautar alþjóðastjórnmála síðustu ár eru Tony Blair og Gordon Brown. Voru samverkamenn. Tony Blair er lifandi eftirmynd Dorian Gray. Gordon Brown er lifandi eftirlíking myndarinnar af Dorian Gray. Því meiri fólskuverk, sem þeir unnu, því bjartari varð svipur Tony Blair. Brosti jafnan út að eyrum og leit út eins og sannur sölumaður snákaolíu. Gordon Brown lítur hins vegar út eins og hans innri maður. Krumpaður foringi brezkrar frjálshyggju. Þegar Blair laug að brezka þinginu, var svipur hans heiður og bjartur. Þegar Brown lýgur þar, er hann þrútinn eins og innrætið. Eins og myndin af Dorian Gray.