Vinur segir: “Mikið er þetta fallegt barn.” Móðir svarar: Þú ættir að sjá myndina af því.” Sýndin skiptir meira máli í þessu samtali en veruleikinn. Þannig snýst nútíminn um ímyndir. Ólæti á útifundi eru gott dæmi um gerviatburð fyrir sjónvarp. Þau byrja, þegar vélarnar fara í gang, og þeim linnir, þegar vélarnar hætta. Gerviatburðir eru framleiddir til að koma þeim í sjónvarp. Oft eru stjórnvöld og flokkar að verki. Stjórnmálamenn þurfa athygli og viðurkenningu og nota sér þörf sjónvarps fyrir myndefni til að framleiða gerviatburði fyrir kjósendur, sem lifa í sýndarveruleika.