Myndavélar í World Class

Punktar

Falin myndavél kom upp um smáþjóf í búningsklefa fínimanna á World Class. Gott er að góma smáþjófa, en verra er að bregðast trausti viðskiptavina, sem telja sig vera að klæða sig úr og í, án þess að eiga á hættu, að myndir birtist af þeim á vefnum. Eigandi World Class neitar, að falin myndavél hafi verið á þessu svæði, en erfitt er að koma því heim og saman við þá staðreynd, að þjófnaðurinn komst upp vegna falinnar myndavélar. Furðulegast við málið er, að fínimenn skuli ekki hafa tekið Björn Leifsson á beinið fyrir þetta. Kári Stefánsson hefur oft reiðst meira af minna tilefni.