Dapurt gengi Framsóknar í kosningunum stafar af ýmsum ástæðum. Hin þyngsta er, að áhrifin af auknu frelsi í efnahagsmálum henta ekki hefðbundnum kjósendum flokksins. Önnur þyngsta ástæðan er, að hefðbundnum kjósendum flokksins hentar ekki, að grænum flokki sveita sé breytt í svartan flokk stóriðju. Þriðja ástæðan er, að kjósendur hafa almennt áttað sig á spillingu flokks, sem er vinnumiðlun fyrir flokksprinsa, en er ekki hefðbundinn stjórnmálaflokkur. Með sjónhverfingum bjargaðist flokkurinn tvisvar í þingkosningum. En það tókst ekki í þriðja og síðasta skiptið.