Skuldabréf Magma Energy hjá Orkuveitunni um Svartsengi er svo fráleitt, að það er leyndó. Til samanburðar hafa öll hliðarskjöl samnings ríkisins um IceSave verið birt. Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkurinn hafa annan háttinn á. Það er svo vitlaust, að borgarfulltrúum og orkuveitu-fulltrúum flokkanna tveggja hlýtur að hafa verið mútað. Magma greiðir þriðjung kaupverðsins. Fær lánað hjá Orkuveitunni fyrir restinni. Engin veð eru fyrir henni, aðeins í hlutabréfunum sjálfum. Alveg eins og hjá bönkunum í ofursukktíð þeirra. Eins og þar er ætlunin að greiða kaupverð auðlindanna með fyrirhuguðum ofurarði.