Múslimar afsaki sig

Punktar

Kominn er tími til, að Anders Fogh Rasmussen krefjist þess, að ýmsir múslimar, samtök múslima og stjórnir múslimskra ríkja biðjist afsökunar á framferði sínu gegn Dönum. Forustumenn danskra múslima hafa rægt Dani og hvatt til ofbeldis. Sama er að segja um klerka múslima víða um heim, svo og stjórnvöld, sem hafa setið auðum höndum meðan klerkar hafa æst lýðinn til óhæfuverka. Danir eiga ekki að biðja neina afsökunar, heldur eru það lýðæsingamenn Múhameðs spámanns, sem eiga að biðjast afsökunar, en gera það ekki, af því að þeir kunna ekki að skammast sín.