Murdock æsti til stríðs

Punktar

David D. Kirkpatrick skrifar í New York Times um stjórnmálaáhrif fjölmiðlakóngsins Rupert Murdoch, sem styður eindregið hernað Bandaríkjanna, Bretlands og Ástralíu gegn Írak. Hann á mikið af fjölmiðlum í árásarlöndunum og lætur þá styðja stefnu sína. Einkum hafa áhrif hans aukizt með Fox sjónvarpskeðjunni í Bandaríkjunum, sem rekur eindreginn styrjaldaráróður. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands á Murdoch skuld að gjalda, því að blöð hans studdu kosningabaráttu Blair eindregið. Það kann að skýra, hversu nákvæmlega Blair fylgir árásarstefnu Bandaríkjanna að málum.