Murdoch er að hrynja

Punktar

Rupert Murdoch fjölmiðlakóngur er í öngstræti. Lokaði News of the World, sem komst í 2.812.005 eintaka upplag í október 2010. Blaðið féll í júlí 2011 á því að hafa hlerað síma fjölmargra. Nokkrir yfirmenn þess voru handteknir. Hin gullnáma veldisins er kominn í sama vanda. Yfirmenn The Sun lenda núna í gæzluvarðhaldi hver á fætur öðrum. Blaðið hafði 2.715.473 eintaka upplag í október 2010. Samt verður Murdoch líklega að loka því líka. Blöðin tvö voru gullnáma hans, græddu hundrað milljarða króna á hverju ári. Restin af veldi Murdoch er í dúndrandi tapi, þar á meðal Times með þrjátíu milljarða tapi.