Murdoch bíður

Punktar

Þótt samsteypum í fjölmiðlun hafi gengið illa að ná fjárhagslegum fótum á netinu, hefur Rupert Murdoch ekki gefizt upp. Á ráðstefnum kemur fram, að hann er sannfærður um, að netið sé það, sem koma skuli. Hingað til hefur einkum falizt í því kostnaður án mikilla tekna á móti. Murdoch hefur svo miklar tekjur af hefðbundinni fjölmiðlun á borð við Fox og Sun, að hann hefur efni á að bíða. Öðrum hefur gengið betur að fóta sig á framtíðinni, brezka dagblaðið Guardian eykur útbreiðsluna á sama tíma og heimasíða þess hefur orðið mest notaða fréttasíða Bretlands. Murdoch hefur undanfarið keypt ýmsar vinsæla netmiðla á borð við MySpace.com.