Ég hef ekki trú á, að eigendur benzínháka hafi mikla samúð almennings, þegar þeir þeyta flautur í mótmælaskyni. Eldsneyti á að vera dýrt, því að þetta er skortvara, sem gengur til þurrðar. Menn hafa sjálfir ákveðið að kaupa dreka, sem eyðir 15 lítrum á hundraði í stað þess að kaupa léttan bíl, sem eyðir 5 lítrum. Vörubílstjórar hafa litlu meiri samúð, þeir eru í bissness, sem á að kosta það, sem hann kostar. Ríkið tekur peninga af eldsneyti, því að það er auðveldur skattur. Hins vegar er ekkert ljótt við að mótmæla hverju sem er. Fráleitt er að bera mótmæli undir lögregluna.