Morgundagurinn er verri

Punktar

Hrunið er ekki atburður, sem kemur og fer. Er ekki demba, sem ríkisstjórn stendur af sér með því að finna sér skyggni á leiðinni. Það styttir ekki upp á þessu ári. Hrunið er langtímamál, sem versnar mánuð eftir mánuð. Það verður ekki komið á fullt fyrr en eftir áramót, í febrúar-marz. Og endist lengi. Því geta pólitíkusar ekki beðið eftir, að um hægist. Hefðbundin frestun verka dugir ekki. Geir Haarde getur ekki logið sig milli daga í von um sólskin og minnisleysi kjósenda. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir getur ekki fullyrt aftur á morgun, að Davíð Oddsson sé án ábyrgðar Samfylkingarinnar.